Atburđir

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Jólin alls stađar

Karlakórinn Ernir tók upp þennan jóladisk haustið 2010. Þar er að finna hinn eina sanna jólaanda: Hátíðleika í bland við glaðværð, birtu og yl. Lagalistinn er hér fyrir neðan og þar er einnig hægt að hlusta á 2 lög.


Nokkrir einsöngvarar koma við sögu og ber þar hæst Guðrún Jónsdóttir, sópransöngkona. Undirleikur og annar hljóðfæraleikur er afar fjölbreyttur og eru margar útsetninganna nýjar, hressar og skemmtilegar.


Upptökur fóru fram í Ísafjarðarkirkju, Hömrum á Ísafirði og Tankinum á Flateyri. Stjórnandi var Beáta Joó og undirleikarar Margrét Gunnarsdóttir og Hulda Bragadóttir. Upptökustjóri var Önundur Pálsson.


Diskana er hægt að kaupa í Hafnarbúðinni á Ísafirði og hjá Hannesi Friðrikssyni á Vegamótum á Bíldudal. Einnig er hægt að fá þá hjá kórfélögum (sjá "Félagatal") og í gegnum netfang kórsins, karlakorinn@snerpa.is. Ef allt um þrýtur má hafa samband við gjaldkera kórsins, Andrés Guðmundsson í síma 894 1332, netfang: jag@frosti.is. Diskurinn kostar kr. 1.500.- og hægt er að greiða hann í netbanka inn á reikning: 0154-26-022001, kt: 561002-2820.

 1. Með gleðiraust og helgum hljóm
 2. Hátíð fer að höndum ein
 3. Það á að gefa börnum brauð
 4. Þá nýfæddur Jesús
 5. Guðs kristni í heimi
 6. Boðskapur Lúkasar
 7. Jól, jól, skínandi skær
 8. Far seg þá frétt á fjöllum
 9. Hæ, hó um jólin
 10. Hátíð í bæ
 11. Jólasveinninn minn
 12. Skreytum hús með greinum grænum
 13. Jólasveinar ganga um gólf
 14. Nóttin var sú ágæt ein
 15. Jólin alls staðar
 16. Ave María
 17. Fögur er foldin
 18. Ó, helga nótt
 19. Heims um ból
Vefumsjón