Diskurinn kominn í sölu!
Nýr CD diskur karlakórsins er kominn út, stórskemmtilegur. Hann heitir „Kvennagull", enda er þar sungið um hann Björn Jón Aðalsteinsson, kvennagull, sem ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri. Svo eru kvennagullin í kórnum víðfræg. Diskurinn kostar kr. 2.500.- Til að næla sér í hann er haft samband við netfangið: karlakorinn@snerpa.is, eða við karlakórsmeðlimimina sjálfa. Hægt er að greiða hann í netbanka á reikn: 0154-26-022001, kt: 561002-2820.