Atburđir

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Hörđur Högnason | ţriđjudagurinn 19. maí 2015

2. tenor brillerar!

Davíđ Sighvatsson
Davíđ Sighvatsson

Davíð Sighvatsson, Dýrfirðingur og 2. tenor í Karlakórnum Erni, debúteraði sem stjórnandi á vortónleikum kórsins þ. 14. og 17. maí s.l., þegar hann leiddi okkur í gegnum lagið "Til eru fræ". Stjórnaði hann af nákvæmni og með myndugleik. Komust félagar hans ekki upp með nokkurt múður, eða feilpúst.

 

Daginn eftir, þ. 18. maí hélt Davíð svo útskriftartónleika sína frá Tónlistarskólanum á Ísafirði. Þar söng hann og spilaði á píanó, gítar og ukulele. Efnisskráin var fjölbreytt, bæði klassísk og ný, m.a. verk eftir hann sjálfan.

 

Félagar hans í kórnum óska honum allra heilla í framtíðinni, en Davíð ætlar að leggja tónlistina fyrir sig og hefja nám syðra í haust. 2. tenor þakkar honum fyrir samveruna í vetur. Hans verður sárt saknað.

Hörđur Högnason | ţriđjudagurinn 12. maí 2015

Vortónleikar Ernis 14. og 17. maí

Ernir er seinna á ferðinni með vortónleika sína þetta árið, en undanfarin ár. Ástæðan er sú, að upptökur á nýjum hljómdiski, sem kórinn er að gefa út seinnipartinn í maí, tóku lengri tíma en áætlað var. Því hófust æfingar á vorprógraminu seinna en venjulega.

 

Þetta vorið förum við í söngferðalag til 15 landa. Eru öll lögin erlend, þó flest séu með íslenskum texta. Beáta Joó er söngstjóri að vanda og meðleikari á píanó er Margrét Gunnarsdóttir. Aðrir hljóðfæraleikarar á tónleikunum eru Aron Otto Jóhannsson á selló, Hilmar Adam Jóhannsson á fiðlu, Jón Hallfreð Engilbertsson á gítar og bassa, Magni Hreinn Jónsson á harmónikku og Snorri Sturluson á trommur.

 

Tónleikarnir verða í:

Félagsheimilinu í Bolungarvík, fimmtudaginn 14. maí kl. 20.

Félagsheimilinu á Þingeyri, sunnudaginn 17. maí kl. 15

Ísafjarðarkirkju, sunnudaginn 17. maí kl. 20

 

Aðgangseyrir er kr. 2.500.- og er posi á staðnum.

Eldri fćrslur
Vefumsjón