Atburđir

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Vertu međ okkur í karlakórnum!

Besta streitumeðal sem til er - er söngur! Ekki það, að við séum svo stressaðir, en við komum alltaf glaðari, slakari og fullnægðari af hverri æfingu, en við vorum fyrir hana. Við syngjum í 4 röddum: 1. tenór, 2. tenór, 1. bassa og 2. bassa. Það kemur strax í ljós, í hvaða rödd maður á heima. Og það er náttúrulega flottasta röddin!

 

Nótur eru ekki vandamál. Fæstir okkar lesa nótur af neinu viti. En við áttum okkur nokkuð fljótt á helstu táknunum og hitt kemur með reynslunni og leiðbeiningum sessunautanna og stjórnendanna. Best er að læra röddina og textann utanað sem fyrst. Þá er hægt að líta upp úr möppunni og þá sér maður allt í einu stjórnandann patandi höndum í allar áttir! Hann er að reyna að fá okkur til að syngja fallega saman. Það gengur best, þegar maður horfir á hann - ekki ofan í nóturnar.

 

Þú getur meir að segja æft þig heima. Þau lög sem við æfum birtast á heimasíðunni okkar í nótnaformi og á textasíðu og þar getur þú hlustað á kórröddina þína hvenær sem þér hentar.

 

Félagsskapurinn í kórnum er einstakur og er svo sannarlega ekki bara bundinn við æfingar og tónleika. Það sérðu best á mynda-vefsíðunni okkar. Við erum hressir karlar á öllum aldri og af misjöfnu sauðahúsi. Og við rokkum!! 

Vefumsjón