Atburđir

« Janúar »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Nćstu atburđir

Ćfingar

Æfingar eru einu sinni í viku, á fimmtudögum kl. 19:30 - 22:30 í Hnífsdalskapellu. 

Langar þig að prófa? Við tökum vel á móti þér! Kíktu við HÉR.

Stjórnandi

Beáta Joó
Beáta Joó

Beáta Joó er stjórnandi Karlakórsins Ernis. Hún er fædd í borginni Szeged í Ungverjalandi þar sem hún stundaði tónlistarnám frá 4 ára aldri. Hún stundaði síðan píanónám við Franz-Liszt Konservatorium í Szeged, en árið 1981 hélt hún til náms í kórstjórn og tónfræðigreinum við Franz Liszt tónlistarakademíuna í Búdapest og lauk þaðan prófi vorið 1986. Sama haust flutti hún til Íslands og hefur síðan búið á Ísafirði þar sem aðalstarf hennar er kennsla við Tónlistarskóla Ísafjarðar, einkum píanókennsla og meðleikur.

 

Beata var lengi stjórnandi barnakórs og stúlknakórs Tónlistarskólans og Kórs Ísafjarðarkirkju, þar sem hún var organisti á árunum 1986-1994, einnig var hún organisti í Súðavík í allmörg ár. Hún stjórnaði Sunnukórnum um árabil en gerðist stjórnandi Karlakórsins Ernis árið 2006. Þá hefur hún stjórnað öllum verkefnum Hátíðakórs Tónlistarskóla Ísafjarðar frá upphafi. Beáta var tónlistarstjóri í uppfærslum Tónlistarskóla Ísafjarðar og Litla leikklúbbsins á söngleikjunum Eldmærin 1988 og Söngvaseið 2003.

 

Beáta hefur margsinnis komið fram á tónleikum sem meðleikari söngvara og hljóðfæraleikara og í kammertónlist.

 

Vefumsjón